Enski boltinn

Arabískur prins undirbýr nú yfirtökuboð í Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
George Gillett.
George Gillett. Nordic photos/AFP

Prinsinn Faisal bin Fahad bin Abdullah al-Saud frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur mikinn hug á að eignast helmings hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Prinsinn fer fyrir fjárfestingarfyrirtækinu F6 sem á í viðræðum um að kaupa hlut Bandaríkjamannsins George Gillett í Liverpool en prinsinn var í stúkunni þegar Liverpool vann 6-1 sigur gegn Hull.

Ekki liggur fyrir hversu mikið Gillett vill fá fyrir sinn hlut í félaginu en hann og Tom Hicks, sem hafa verið sameigendur Liverpool frá árinu 2007, hafa ekki alltaf verið sammála um hvernig rekstur félagsins eigi að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×