Enski boltinn

Meiðsli Aquilani ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alberto Aquilani á æfingu.
Alberto Aquilani á æfingu. Nordic Photos / Getty Images

Ítalinn Alberto Aquilani var ekki í leikmannahópi Liverpool í dag vegna meiðsla. Þau eru þó ekki alvarleg, segir Rafael Benitez, stjóri Liverpool.

Liverpool tapaði í dag sínum sjöunda leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Portsmouth á útivelli, 2-0.

Eftir leikinn var Benitez spurður um meiðsli Aquilani. „Hann fékk högg á kálfann og gat ekki æft almennilega í gær. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt. Hann ætti að geta spilað í næstu viku en hann náði því ekki í dag."

Javier Mascherano fór af velli með rautt spjald í dag og því gæti Benitez neyðst til að nota Aquilani mikið á næstu vikum en Ítalinn hefur lítið fengið að spila til þessa þar sem hann hefur verið að jafna sig á erfiðum meiðslum.

„Mér fannst þetta ekki verðskulda rautt spjald og Javier er þar að auki meiddur. En þess fyrir utan var dómarinn fullkominn - hann gerði engin mistök."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×