Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu 16. september 2009 15:16 Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. Íslendingurinn, Sveinn Friðfinnsson, sem virðist vera búsettur á Kýpur í dag, er sagður hafa lofað fólki gríðarlegri ávöxtun á sparifé ef keypt voru hlutabréf í fyrirtækinu Investa Select Offshore sem stundaði gjaldeyrisviðskipti. Sænska blaðið segir að fyrirtækinu hafi tekist að fá þúsundir Svía til þess að taka þátt í ævintýrinu og fárfesta fyrir hundruð milljóna sænskra króna. Á tímabili virtist allt leika í lyndi og gátu fjárfestarnir fylgst með gríðarlega góðu gengi sínu á heimasíðunni zierra.net. Enginn hefur þó enn fengið nokkurn hagnað af fjárfestingu sinni og óttast menn að Sveinn og félagar hans hafi einfaldlega stungið af með sparifé fólksins án þess að hafa nokkurn tíma stundað gjaldeyrisviðskipti af neinu ráði. Sænska fjármálaeftirlitið heldur því fram að um svikamyllu hafi verið að ræða og setti fyrirtækið á sérstakan válista og segir í frétt á Dagens Industri að málið sé nú til rannsóknar hjá saksóknaranum í Borås. Svo virðist sem maðurinn hafi fyrst lagt snörur sínar fyrir sænska sparifjárleigendur árið 2004 og var hann með skrifstofu í landinu til ársins 2007. Síðan þá hefur lítið til hans spurst og var greint frá því á heimasíðu zierra.net í ágúst að sökum mikilla sviptinga á fjármálamarkaði heimsins neyddist fyrirtækið til þess að hætta starfsemi. Eftir sitja þúsundir sænskra sparifjáreigenda með sárt ennið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sveinn Friðfinnsson kemst í fréttirnar hér á landi því í desember 2005 sagði DV frá hópi fólks sem vildi hafa uppi á Sveini sem þá virðist hafa stundað svipaða iðju í Kaupmannahöfn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. Íslendingurinn, Sveinn Friðfinnsson, sem virðist vera búsettur á Kýpur í dag, er sagður hafa lofað fólki gríðarlegri ávöxtun á sparifé ef keypt voru hlutabréf í fyrirtækinu Investa Select Offshore sem stundaði gjaldeyrisviðskipti. Sænska blaðið segir að fyrirtækinu hafi tekist að fá þúsundir Svía til þess að taka þátt í ævintýrinu og fárfesta fyrir hundruð milljóna sænskra króna. Á tímabili virtist allt leika í lyndi og gátu fjárfestarnir fylgst með gríðarlega góðu gengi sínu á heimasíðunni zierra.net. Enginn hefur þó enn fengið nokkurn hagnað af fjárfestingu sinni og óttast menn að Sveinn og félagar hans hafi einfaldlega stungið af með sparifé fólksins án þess að hafa nokkurn tíma stundað gjaldeyrisviðskipti af neinu ráði. Sænska fjármálaeftirlitið heldur því fram að um svikamyllu hafi verið að ræða og setti fyrirtækið á sérstakan válista og segir í frétt á Dagens Industri að málið sé nú til rannsóknar hjá saksóknaranum í Borås. Svo virðist sem maðurinn hafi fyrst lagt snörur sínar fyrir sænska sparifjárleigendur árið 2004 og var hann með skrifstofu í landinu til ársins 2007. Síðan þá hefur lítið til hans spurst og var greint frá því á heimasíðu zierra.net í ágúst að sökum mikilla sviptinga á fjármálamarkaði heimsins neyddist fyrirtækið til þess að hætta starfsemi. Eftir sitja þúsundir sænskra sparifjáreigenda með sárt ennið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sveinn Friðfinnsson kemst í fréttirnar hér á landi því í desember 2005 sagði DV frá hópi fólks sem vildi hafa uppi á Sveini sem þá virðist hafa stundað svipaða iðju í Kaupmannahöfn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira