Enski boltinn

Zaki fer frá Wigan

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður framherjans Amr Zaki hjá Wigan segir útilokað að leikmaðurinn verði áfram hjá Wigan á næstu leiktíð.

Zaki sló í gegn í upphafi leiktíðar en hefur síðan verið félaginu meiri hausverkur en hetja. Umboðsmaður hans segir að Wigan sé ekki tilbúið að greiða uppsett laun fyrir leikmanninn og því muni hann leita annað.

Zaki er lánsmaður hjá Wigan frá El Zamalek í Egyptalandi og hefur skorað 10 mörk í 28 leikjum, flest þeirra í haust þegar hann var m.a. valinn leikmaður umferðarinnar á Englandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×