Þrjár mínútur skipta öllu 5. febrúar 2009 06:00 Spá spennandi úrslitum Friðrik og Regína eru hrifin af endurnýjuninni, Gillzenegger mælir með Elektra en Óttarr fylgist ekkert með keppninni. Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira