Þrjár mínútur skipta öllu 5. febrúar 2009 06:00 Spá spennandi úrslitum Friðrik og Regína eru hrifin af endurnýjuninni, Gillzenegger mælir með Elektra en Óttarr fylgist ekkert með keppninni. Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira