VG getur vel við unað niðurstöður könnunar 30. júlí 2009 06:15 Einar Mar Þórðarson „Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00