VG getur vel við unað niðurstöður könnunar 30. júlí 2009 06:15 Einar Mar Þórðarson „Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00