VG getur vel við unað niðurstöður könnunar 30. júlí 2009 06:15 Einar Mar Þórðarson „Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00