VG getur vel við unað niðurstöður könnunar 30. júlí 2009 06:15 Einar Mar Þórðarson „Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru í takt við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum þar sem spurt hefur verið um afstöðu til aðildarviðræðna. Ég held að það hljóti að vera afskaplega gott fyrir ríkisstjórnina að finna fyrir þetta miklum stuðningi við viðræðurnar," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, um skoðanakönnun Fréttablaðsins varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni styðja tæp 59 prósent landsmanna viðræðurnar. Um 57 prósent stuðningsmanna VG er fylgjandi viðræðum en tæplega 54 prósent sjálfstæðismanna eru þeim andvíg. Að mati Einars Mars vekur hátt hlutfall stuðningsmanna VG sem styðja viðræðurnar mesta athygli. „Þessi tæpu sextíu prósent eru meira en við höfum séð í öðrum könnunum. Ég held að VG geti vel við unað, því þetta mál var afskaplega erfitt fyrir flokkinn og þó nokkrir þingmenn á móti því," segir Einar Mar Þórðarson. Útbreitt sjónarmiðSteingrímur J. SigfússonNiðurstöðurnar koma Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, ekki á óvart. „Við vissum að nokkur meirihluti þjóðarinnar vildi láta reyna á þessar viðræður, en það þýðir ekki endilega að meirihluti sé fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB. Einnig höfum við skynjað að það er útbreitt sjónarmið í stuðningsmannabaklandi flokksins að þessu máli verði komið á ferð, þótt þar sé mikil andstaða við aðild," segir Steingrímur J. Sigfússon. Sýnir víðtækan stuðningÁrni Páll Árnason„Þessu hefur lengi verið lofað og mikill einhugur ríkt meðal flokksmanna um þessa afstöðu," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og þingmaður Samfylkingar, en af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sagðist 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar. „Að mínu mati sýnir könnunin líka víðtækan stuðning við málið í öllum flokkum. Þetta er ekkert eins flokks mál," segir Árni Páll Árnason. Miklar væntingar til samningsBjarni BenediktssonAlls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi aðildarviðræðunum, en 53,6 prósent á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segir það ekki koma sér á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal sjálfstæðismanna. „Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða," segir Bjarni. Á ekki að vera flokkamálMargrét Tryggvadóttir„Ég held að könnunin sýni að aðild að ESB á ekki að vera flokkspólitískt mál. Málið á sér svo margar hliðar að það mun ekki verða svo, það höfum við líka séð í öðrum löndum sem staðið hafa frammi fyrir þessu vali," segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, en 58,3 prósent stuðningsmanna hennar voru fylgjandi viðræðum í könnun Fréttablaðsins. Margrét segist sjálf vera heldur hlynnt slíkum viðræðum. Í samræmi við væntingarSigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðurnar í samræmi við sínar væntingar, bæði hvað varðar flokk sinn og eins þjóðina í heild. „Meginrökin fyrir því að fara út í slíkar viðræður hljóta að vera þau að eyða allri óvissi um málið. Þeir sem hlynntir eru aðildarviðræðum innan Framsóknarflokksins er mörgum ekki sama hvernig að slíkum viðræðum er staðið, varðandi tímasetningu þeirra og fleira," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim. 30. júlí 2009 06:00