Enski boltinn

Ferguson: Ánægður með hversu agaðir við vorum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hrósaði liði sínu fyrir fagmannlegan 3-0 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford-leikvanginum í kvöld.

Ferguson kveðst ekki hafa áhyggjur af fimm stiga forskoti Chelsea á toppi deildarinnar og segir enn langan veg fyrir höndum.

„Ég var mjög ánægður með hvernig við stjórnuðum spilinu og hversu agaðir við vorum í okkar leik. Sem betur fer náðum við að skora fyrsta markið á góðum tíma og annað markið í seinni hálfleik setti okkur í mjög góða stöðu.

Eftir það var ég viss um að við myndum vinna leikinn. Ef við höldum nú áfram og náum að saxa á forskot Chelsea niður í eitt eða tvö stig um áramót þá munum við gefa okkur góða möguleika á að vinna titilinn," sagði Ferguson í leikslok í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×