Enski boltinn

Leeds mætir United á Old Trafford

Argentínumaðurinn Luciano Becchio skoraði mark Leeds í venjulegum leiktíma í kvöld.
Argentínumaðurinn Luciano Becchio skoraði mark Leeds í venjulegum leiktíma í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Leeds komst í kvöld áfram í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar eftir 5-1 sigur á utandeildarliði Kettering í framlengdum leik.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en þannig lauk einnig fyrri leik liðanna í 2. umferð keppninnar.

Liðið mun næst mæta Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford þann 2. janúar næstkomandi.

Leeds var með eitt bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar um aldamótin og það komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2001 en tapaði þá fyrir Valencia.

Félagið lenti á næstu árum í miklum fjárhagskröggum sem það náði ekki að vinna sig úr. Það leikur nú í þriðju efstu deild en trónir reyndar á toppi deildarinnar og stefnir á að vinna sér sæti í næstefstu deild í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×