Enski boltinn

Skilur ekki rauða spjaldið sem hafði af honum Liverpool-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech, markvörður Chelsea.
Petr Cech, markvörður Chelsea. Mynd/AFP

Petr Cech, markvörður Chelsea, segir það hafa komið sér mjög á óvart að hann hafi fengið rauða spjaldið fyrir brot sitt á Hugo Rodallega, framherja Wigan, í 1-3 tapi Chelsea um helgina. Þetta var aðeins í annað skiptið á ferlinum sem tékkneski markvörðurinn er rekinn snemma í sturtu.

„Þetta var alltof harður dómur. Ég var mjög hissa með að sjá rauða spjaldið því ég var ekki aftasti maðurinn þar sem Ashley Cole var bak við mig," sagði Petr Cech.

„Við spiluðum mjög illa í þessum leik og fylgdum ekki því sem var sett upp fyrir leikinn. Við löguðum okkar leik í seinni hálfleik en þá fáum við á okkur þennan vítaspyrnudóm," sagði Cech en þetta rauða spjald þýðir að hann missir af stórleiknum á móti Liverpool um næstu helgi.

„Það á eftir að spila marga leiki í deildinni og við höfum mörg tækifæri til að bæta fyrir þetta tap," sagði Petr Cech.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×