Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi 14. ágúst 2009 10:07 Hosmany Ramos á ótrúlegan feril að baki. Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. Hosmany Ramos er fæddur árið 1947 og er menntaður lýtalæknir. Hann var einn virtasti læknirinn á sínu sviði í Rio de Janeiro á áttunda áratugnum og taldi stjörnur á borð við Pelé, Joan Collins og Biöncu Jagger til vina sinna. Ramos bjó í glæsiíbúð á Copacobana ströndinni og keyrði um á lúxusbílum en á sama tíma var hann stórtækur glæpamaður. Hann smyglaði eiturlyfjum á milli landa, meðal annars í einkaþotu sinni og hélt úti hópum manna sem stunduðu það að ræna ríka fólkið sem Ramos gerði sér dælt við. 21 árs dómur fyrir morð og meira til Árið 1981 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og fyrir að myrða einkaflugmanninn sinn. Honum tókst tvívegis að sleppa úr fangelsi og árið 1996 var hann handsamaður eftir að hafa verið í mánuð á flótta. Á flóttanum tók hann þátt í mannráni þegar ríkum bónda var rænt og fyrir það brot fékk hann 30 ára fangelsisdóm til viðbótar. Ramos hefur gefið út átta bækur á meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið þar sem hann hefur deilt hart á fangelsiskerfið í Brasilíu. Síðasta bók hans er þó skáldsaga sem fjallar um þjóðaríþrótt Brasilíumanna, fótboltann. Skilaði sér ekki heim úr jólaleyfi Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi hjá yfirvöldum til þess að eyða jólum og áramótum heima hjá sér. Hann átti að snúa aftur í byrjun janúar en í stað þess að gera það sendi blaðafulltrúi hans frá sér tilkynningu þar sem Ramos sagðist ekki geta hugsað sér að snúa aftur fyrr en aðbúnaður í fangelsunum yrði bættur. Hann sagðist einnig óttast um líf sitt í ljósi þess að hann hafi gagnrýnt fangelsisyfirvöld harðlega í bókum sínum. Í maí greindu brasilískir miðlar frá því að til hans hafi sést í París en það var aldrei staðfest. Nú hefur hann hins vegar dúkkað upp hér á landi og er kominn á bak við lás og slá enn eina ferðina. Hosmany Ramos heldur einnig úti heimasíðu þar sem hann kynnir framboð sitt til forsetakosninga árið 2010. Það er því ljóst að frægari fangi hefur tæplega vermt sakamannabekkinn á Skólavörðustígnum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira