Steinunn Valdís: Prófkjör kosta 22. apríl 2009 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki. Kosningar 2009 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki.
Kosningar 2009 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira