Enski boltinn

Sigur í síðasta leik á Brúnni hjá Hiddink

AFP

Guus Hiddink stýrði Chelsea í síðasta sinn á Stamford Bridge í dag þegar lið hans vann 2-0 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni.

Nicolas Anelka lagði upp mark fyrir Florent Malouda og skoraði svo sjálfur og tryggði liðinu sigurinn.

Ryan Nelsen og Christopher Samba áttu ágæta skalla að marki Chelsea og Frank Lampard átti skot í slá, en Chelsea fékk mörg tækifæri til að bæta við mörkum í leiknum.

Chelsea er því enn þremur stigum á eftir Liverpool í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir. Blackburn er í 14. sæti, stigi á eftir Bolton og tveimur á eftir Wigan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×