Enski boltinn

Brian Kidd kominn til starfa hjá Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brian Kidd (til vinstri) og Paul Hart.
Brian Kidd (til vinstri) og Paul Hart. Mynd/AFP

Brian Kidd, fyrrum aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, hefur ráðið sig í starf hjá nágrönnunum í Manchester City þar sem hann mun starfa við knattspyrnuakademíu félagsins.

Kidd var aðstoðarmaður Sven-Goran Eriksson hjá City 2003 en varð þá að hætta vegna veikinda. Á síðasta tímabilið hjálpaði hann Paul Hart að halda Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni.

Kidd er fæddur í Manchester-borg og hefur leikið með báðum félögunum. Hann lék 203 leiki með United frá 1963 til 1974 og 98 leiki með City frá 1976 til 1979.

Kidd varð Evrópumeistari með Manchester United 1968 aðeins 19 ára gamall og skoraði þá í úrslitaleiknum. Kidd var síðar aðstoðarmaður Alex Ferguson þegar félagið komst aftur á toppinn á tíunda áratug síðustu aldar (1991-98).

Kidd hefur einnig við aðstoðarmaður hjá enska landsliðinu, Leeds og Sheffield United. Hann lék einnig með Arsenal, Everton og Bolton Wanderers á sínum tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×