Enski boltinn

Peningaskortur hjá Portsmouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hermann og félagar eru með böggum hildar þessa dagana.
Hermann og félagar eru með böggum hildar þessa dagana.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth hafa ekki enn fengið nein laun fyrir nóvember en þetta er í annað sinn í vetur sem dráttur verður á launum hjá félaginu.

Ástæðan að þessu sinni er sögð vera trúarhátíð í Sádi Arabíu en það hlýtur að vera með frumlegri afsökunum.

Það á því ekki af liðinu og leikmönnum að ganga en Portsmouth situr þess utan á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Í tilkynningu frá Portsmouth í kvöld kemur fram að leikmenn fái meirihluta launa sinna á morgun en þó ekki allt sem þeir eiga inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×