Enski boltinn

Hangeland vill framlengja samning sinn við Fulham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Brede Hangeland.
Brede Hangeland. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Brede Hangeland hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji vera áfram í herbúðum Fulham en norski landsliðsmaðurinn var orðaður við Arsenal og fleiri félög í sumar.

Hinn 28 ára gamli Hangeland hefur slegið í gegn hjá Fulham eftir að hann kom til félagsins í janúar árið 2008 frá FC Kaupmannahöfn og vonast nú til þess að gera langtímasamning við Lundúnafélagið.

„Við munum setjast niður saman og ræða málin og ég er vongóður um að við komumst að einhverri niðurstöðu. Það er það sem ég vill gera í það minnsta," segir Hangeland í viðtali við Daily Star.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×