Enski boltinn

Ireland: Ánægður að hafa valið City fram yfir United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stephen Ireland í leik með City gegn United.
Stephen Ireland í leik með City gegn United. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Stephen Ireland hefur dafnað vel hjá Manchester City undanfarin ár en hinn 23 ára gamli landsliðsmaður Írlands var stuðningsmaður United á sínum yngri árum og æfði með unglingaliði félagsins.

Ireland sér hins vegar ekki eftir því að hafa valið City fram yfir United.

„Ég var hjá United þegar ég var 15 ára gamall en mér líkaði dvölin ekki. Ég ólst upp við að halda með United og kannski voru væntingar mínar því of miklar þegar ég kom þangað.

Ég hitti Ferguson einu sinni og heilsaði honum með því að segja hæ og hann áttaði sig þá strax á því að ég væri írskur og tilkynnti mér að það væri nú þegar nóg af Írum í liðinu þar sem Roy Keane og Dennis Irwin voru þar þannig að ég tók það eflaust líka inn á mig.

Þegar ég kom til City leið mér hins vegar strax eins og heima hjá mér og hefur liðið þannig síðan," segir Ireland í viðtali við Daily Mirror.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×