Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Sigríður Mogensen skrifar 1. júlí 2009 18:34 Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira