Kynferðisbrotafangar stelast ítrekað á netið 20. nóvember 2009 05:45 Vel er fylgst með því sem gerist á Litla-Hrauni. Forstjóri Fangelsismálastofnunar setti í gær reglur um misnotkun á aðgengi að interneti. Myndin er frá Litla-Hrauni. Fangar á Litla-Hrauni sem ekki mega vera nettengdir í klefum sínum hafa sumir hverjir stundað netviðskipti eftir að hafa látið smygla inn til sín svokölluðum netpungum. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að fólki utan múra hafi brugðið við að sjá fanga með þunga dóma, til að mynda fyrir manndráp, nauðganir, kynferðisbrot og ofbeldisbrot, komna inn á fésbók eða aðrar vefsíður. Nú síðast var fangi, sem afplánar langan dóm fyrir manndráp og nauðgun, gripinn á netinu. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, staðfestir að þetta sé rétt og fangelsisyfirvöldum sé vandi á höndum. Hann setti í gær reglur um að undantekningalaust skuli taka tölvur tímabundið af föngum sem teknir eru með netpunga eða hafa misnotað reglur um aðgengi að interneti. „Þriðjungur fanganna á Litla-Hrauni er í námi,“ útskýrir Páll. „Í dag er ekki hægt að fá tölvur nema með þessum tengibúnaði. Ef við tækjum allar tölvur af föngum, sem vissulega hefur verið rætt, kæmi það fyrst og fremst niður á þeim föngum sem vilja bæta sig og eru sannarlega að vinna í því.“ Fangelsismálayfirvöld hafa skoðað tæknilegar útfærslur á skermun Litla-Hrauns. Þau hafa verið í sambandi við fyrirtæki sem tekið hefur að sér slík mál víða erlendis, til að mynda í Hollandi. „En kostnaður við uppsetningu hleypur á tugum milljóna, auk þess sem ekki er víst að það virki eins og því er ætlað að gera,“ segir Páll. „Meðan fjármunir eru af eins skornum skammti hjá ríkisfyrirtækjum og raun ber vitni er þetta ekki forgangsverkefni hjá okkur.“ Páll segir fleiri þætti í þessu samhengi sem huga þurfi vandlega að í fangelsum. „Þetta má til dæmis ekki bjaga fjarskiptabúnað sem fangaverðir nota sín á milli, hvað þá heldur símkerfið. En það er leitað daglega í fangelsinu og við förum eftir ábendingum sem kunna að berast utan frá.“ Páll segir erfitt að koma í veg fyrir að netpungum sé smyglað inn í fangelsið. Menn eigi að meginreglu til rétt á því að heimsókn til þeirra sé án eftirlits. Verulega væri hægt að bæta úr þessu í nýju, sérhönnuðu öryggisfangelsi. jss@frettabladid.is Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni sem ekki mega vera nettengdir í klefum sínum hafa sumir hverjir stundað netviðskipti eftir að hafa látið smygla inn til sín svokölluðum netpungum. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að fólki utan múra hafi brugðið við að sjá fanga með þunga dóma, til að mynda fyrir manndráp, nauðganir, kynferðisbrot og ofbeldisbrot, komna inn á fésbók eða aðrar vefsíður. Nú síðast var fangi, sem afplánar langan dóm fyrir manndráp og nauðgun, gripinn á netinu. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, staðfestir að þetta sé rétt og fangelsisyfirvöldum sé vandi á höndum. Hann setti í gær reglur um að undantekningalaust skuli taka tölvur tímabundið af föngum sem teknir eru með netpunga eða hafa misnotað reglur um aðgengi að interneti. „Þriðjungur fanganna á Litla-Hrauni er í námi,“ útskýrir Páll. „Í dag er ekki hægt að fá tölvur nema með þessum tengibúnaði. Ef við tækjum allar tölvur af föngum, sem vissulega hefur verið rætt, kæmi það fyrst og fremst niður á þeim föngum sem vilja bæta sig og eru sannarlega að vinna í því.“ Fangelsismálayfirvöld hafa skoðað tæknilegar útfærslur á skermun Litla-Hrauns. Þau hafa verið í sambandi við fyrirtæki sem tekið hefur að sér slík mál víða erlendis, til að mynda í Hollandi. „En kostnaður við uppsetningu hleypur á tugum milljóna, auk þess sem ekki er víst að það virki eins og því er ætlað að gera,“ segir Páll. „Meðan fjármunir eru af eins skornum skammti hjá ríkisfyrirtækjum og raun ber vitni er þetta ekki forgangsverkefni hjá okkur.“ Páll segir fleiri þætti í þessu samhengi sem huga þurfi vandlega að í fangelsum. „Þetta má til dæmis ekki bjaga fjarskiptabúnað sem fangaverðir nota sín á milli, hvað þá heldur símkerfið. En það er leitað daglega í fangelsinu og við förum eftir ábendingum sem kunna að berast utan frá.“ Páll segir erfitt að koma í veg fyrir að netpungum sé smyglað inn í fangelsið. Menn eigi að meginreglu til rétt á því að heimsókn til þeirra sé án eftirlits. Verulega væri hægt að bæta úr þessu í nýju, sérhönnuðu öryggisfangelsi. jss@frettabladid.is
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira