Enski boltinn

Brown fannst fagnaðarlæti Bullard fyndin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard lætur liðsfélagana „heyra það“ eftir markið í dag.
Jimmy Bullard lætur liðsfélagana „heyra það“ eftir markið í dag. Nordic Photos / Getty Images

Jimmy Bullard og liðsfélagar hans í Hull fögnuðu jöfnunarmarki sínu gegn Manchester City í dag á nokkuð sérstakan máta.

Frægt er þegar að Phil Brown, stjóri Hull, hélt hálfleiksræðu sína út á velli í leik þessara liða í Manchester í fyrra. Hull tapaði þá, 5-1.

Eftir að Bullard hafði skorað jöfnunarmark Hull í dag úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok hélt hann sína eigin „hálfleiksræðu“ fyrir liðsfélaga sína.

Phil Brown kunni að meta uppákomuna. „Þessi fagnaðarlæti voru frábær,“ sagði hann eftir leikinn. „Gamanmál snúast um tímasetningu. Það hefði ekki verið hægt að fagna marki með þessum hætti nema á þessum velli og fyrir framan stuðningsmenn Hull. Þetta var allt saman hárrétt tímasett.“

„Ég hafði ekki hugmynd um að þetta myndi gerast. Ég var að reyna að skipuleggja fimm manna miðju þannig að ég sá þetta ekki.“

„Ég fékk svo að sjá þetta inn í búningsklefa og ég gat ekki haldið neina ræðu eftir leik því ég hló svo mikið.“

Eins og áður hefur verið greint frá og sést í þessu myndbandi er Jimmy Bullard án nokkurs vafa einn fyndnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×