Enski boltinn

Owen verður væntanlega klár á sunnudaginn

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Michael Owen verður að öllum líkindum í liði Newcastle á sunnudaginn þegar það spilar lokaleik sinn í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park í Birmingham.

Owen var ekki með í tapi liðsins gegn Fulham um helgina vegna nárameiðsla, en myndataka í gær leiddi í ljós að meiðslin voru ekki alvarleg.

Newcastle þarf í það minnsta að forðast tap gegn Villa í lokaumferðinni til að halda sæti sínu í deildinni og vona að Hull tapi á sama tíma heima gegn Manchester United.

Sir Alex Ferguson hefur gefið út að hann muni tefla fram varaliði sínu gegn Hull.

Staðan í úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×