Enski boltinn

Gerrard og Torres í hópnum á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard og Fernando Torres fagna marki með Liverpool.
Steven Gerrard og Fernando Torres fagna marki með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur staðfest að Steven Gerrard og Fernando Torres verða báðir í leikmannahópi liðsins á morgun er það mætir Preston í ensku bikarkeppninni.

Búist er við því að Gerrard verði í byrjunarliðinu en hann hefur verið ákærður vegna líkamsárásar sem er sögð hafa átt sér stað á aðfaranótt mánudags á skemmtistað í Liverpool.

Torres hefur verið frá vegna meiðsla og er búist við því að hann verði á varamannabekk liðsins.

„Steven hefur verið að æfa eins og venjulega. Hann hefur fullan stuðning okkar eins og ég hef áður sagt," sagði Benitez í dag. „Það besta í stöðunni er að hann einbeiti sér að fótbolta og að æfa vel. Hann mun spila á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×