Enski boltinn

Massacci á leið til United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.

Alberto Massacci, sextán ára bakvörður hjá ítalska liðinu Empoli, segist vera á leið til Manchester United. Hann er ekki byrjaður að leika með aðalliði Empoli en er talið mikið efni.

Fram kemur í enskum fjölmiðlum að Massacci hafi þegar staðist læknisskoðun á Old Trafford og gengið verði frá samningi hans á morgun.

Manchester United hefur áður verið gagnrýnt fyrir að fá unga ítalska leikmenn áður en þeir mega gera samninga við sín uppeldisfélög. Má þar nefna Federico Macheda og Guiseppe Rossi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×