Sonurinn ók kenndum Sigmundi í þingsal Andri Ólafsson skrifar 26. ágúst 2009 19:24 Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi í dag að hafa drukkið áfengi áður en hann tók þátt í umræðum á Alþingi. Forseti Alþingis segir þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér. DV birtir frétt í dag þar sem haft er eftir ónafngreindum vitnum að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa hellt í sig áfengi í móttöku sem haldin var eftir golfmót MP banka sem Sigmundur tók þátt í síðastliðinn fimmtudag. Áfengisneysla Sigmundar væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að skömmu síðar tók hann þátt í umræðum um Icesave frumvarpið á Alþingi. Þar þótti framganga hans æði sérkennileg. Sigmundur sendi svo frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann viðurkennir að hafa drukkið vín umrætt kvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Sigmundur hafa drukkið tvö vínglös í móttökunni hjá MP Banka en ekki kennt áhrifa. Aðspurður hvort hann hafi svo ekið niður á Alþingi neitaði Sigmundur og sagði son sinn hafa skutlað sér. Hann segir það hafa verið mistök að mæta á þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst afsökunar. Hann neitaði að veita fréttastofu viðtal vegna málsins og sagðist vilja bíða eftir því að forsætisnefnd Alþingis fjalli um málið en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka upp málið þar á morgun. Aðspurður um hvað hann hefði verið að gera í veislu hjá MP banka svaraði Sigmundur því til að hann væri í viðskiptum þar og að þeim sökum verið boðið að taka þátt í golfmóti bankans. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis baðst undan viðtali í dag en sagði í samtali við fréttastofu að hver þingmaður yrði að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það falli í hlut forseta að halda reglu á þingfundum og hún telji að það hafi hún gert síðastliðið fimmtudagskvöld. Tengdar fréttir Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 Kenndur þingmaður verður ekki tekinn fyrir á þingflokksfundi „Sigmundur hefur gert grein fyrir þessu með fullnægjandi hætti og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar Vísir náði tali af honum. 26. ágúst 2009 19:07 Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11 „Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. 26. ágúst 2009 16:47 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi í dag að hafa drukkið áfengi áður en hann tók þátt í umræðum á Alþingi. Forseti Alþingis segir þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér. DV birtir frétt í dag þar sem haft er eftir ónafngreindum vitnum að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa hellt í sig áfengi í móttöku sem haldin var eftir golfmót MP banka sem Sigmundur tók þátt í síðastliðinn fimmtudag. Áfengisneysla Sigmundar væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að skömmu síðar tók hann þátt í umræðum um Icesave frumvarpið á Alþingi. Þar þótti framganga hans æði sérkennileg. Sigmundur sendi svo frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann viðurkennir að hafa drukkið vín umrætt kvöld. Í samtali við fréttastofu sagðist Sigmundur hafa drukkið tvö vínglös í móttökunni hjá MP Banka en ekki kennt áhrifa. Aðspurður hvort hann hafi svo ekið niður á Alþingi neitaði Sigmundur og sagði son sinn hafa skutlað sér. Hann segir það hafa verið mistök að mæta á þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst afsökunar. Hann neitaði að veita fréttastofu viðtal vegna málsins og sagðist vilja bíða eftir því að forsætisnefnd Alþingis fjalli um málið en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka upp málið þar á morgun. Aðspurður um hvað hann hefði verið að gera í veislu hjá MP banka svaraði Sigmundur því til að hann væri í viðskiptum þar og að þeim sökum verið boðið að taka þátt í golfmóti bankans. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis baðst undan viðtali í dag en sagði í samtali við fréttastofu að hver þingmaður yrði að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það falli í hlut forseta að halda reglu á þingfundum og hún telji að það hafi hún gert síðastliðið fimmtudagskvöld.
Tengdar fréttir Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 Kenndur þingmaður verður ekki tekinn fyrir á þingflokksfundi „Sigmundur hefur gert grein fyrir þessu með fullnægjandi hætti og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar Vísir náði tali af honum. 26. ágúst 2009 19:07 Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11 „Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. 26. ágúst 2009 16:47 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53
Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53
Kenndur þingmaður verður ekki tekinn fyrir á þingflokksfundi „Sigmundur hefur gert grein fyrir þessu með fullnægjandi hætti og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar Vísir náði tali af honum. 26. ágúst 2009 19:07
Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11
„Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38
Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. 26. ágúst 2009 16:47