Enski boltinn

Bassong verður í banni í lokaleiknum

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Sebastien Bassong hjá Newcastle verður í banni í lokaleik liðsins í úrvalsdeildinni um næstu helgi eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Fulham á dögunum.

Newcastle áfrýjaði rauða spjaldinu en hún náði ekki fram að ganga og því verður miðvörðurinn ekki með í leiknum mikilvæga á Villa Park, þar sem Newcastle þarf helst að sigra til að halda sæti sínu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×