Enski boltinn

Geovanni framlengir samning sinn við Hull

Ómar Þorgeirsson skrifar
Geovanni.
Geovanni. Nordic photos/AFP

Brasilíumaðurinn Geovanni átti stóran þátt í góðu gengi Hull framan af síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar félagið lagði grunninn að því að halda sér í deildinni.

Stjarna Geovanni reis ef til vill ekki jafn hátt á seinni helmingi tímabilsins í fyrra né heldur framan af yfirstandandi tímabili en hann hefur þó framlengt samning sinn við Hull.

Hinn 29 ára gamli Geovanni skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag en hann kom til Hull frá Manchester City í júlí árið 2008 á frjálsri sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×