Enski boltinn

Ferguson: Ummæli Benitez fáránleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson segir að ummæli Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, á föstudaginn síðastliðinn hafi verið fáránleg.

Benitez sagði að Ferguson fengi sérmeðferð hjá yfirvöldum í ensku úrvalsdeildinni. Að enginn knattspyrnustjóri í deildinni kæmist upp með jafn mikið í gagnrýni sinni á dómurum.

„Vonando gerir hann sér grein fyrir því að það sem hann sagði var í raun fáránlegt," sagði Ferguson eftir sigur sinna manna í Manchester United á Chelsea í gær.

„Ég held að hann sé mjög reiður maður. Einhverra hluta vegna var hann hreinlega truflaður. Meira hef ég ekki að segja um málið."

Liverpool gerði um helgina markalaust jafntefli gegn Stoke og getur United komið sér á topp deildarinnar ef liðið vinnur sína tvo leiki í vikunni áður en Liverpool mætir Everton næstkomandi mánudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×