Enski boltinn

Vill enda ferilinn með því að fá feitan samning í Asíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ólíkindatólið Nicolas Anelka segist vonast til þess að spila með Chelsea næstu þrjú árin. Eftir það stefnir hann á að fá góða útborgun hjá liði í Asíu.

„Ég sé fyrir mér að ég spili hér þar til ég verð orðinn 34 ára. Ég mun samt ekki leggja skóna á hilluna á þeim aldrei," sagði Anelka.

„Ég gæti vel farið eftir það til miðausturlanda. Þá til Katar, Abu Dhabi eða Bandaríkjanna. Það er óráðið. Ef ég færi til Katar þá væri það vegna peninganna," sagði Anelka hreinskilinn.

Hann hefur farið víða á skrautlegum ferli og meðal annars leikið á Spáni og Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×