Enski boltinn

Berlusconi: Hef aldrei íhugað að selja Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Massimo Ambrosini og Silvio Berlusconi.
Massimo Ambrosini og Silvio Berlusconi. Nordic Photos / AFP

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalía og eigandi AC Milan, segir að hann hafi aldrei íhugað að selja félagið.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Berlusconi vilji selja félagið í kjölfar slæmrar byrjunar liðsins á tímabilinu í ítölsku úrvalsdeildinni í haust.

„Það hefur enginn hjá okkur gefið til kynna að Milan væri til sölu," sagði Berlusconi í samtali við ítalska fjölmiðla.

Hann sló svo á létta strengi í kjölfar þess að Alberto Gilardino skoraði fjögur mörk í tveimur leikjum með ítalska landsliðinu á undanfarinni viku.

Gilardino var keyptur til Milan en svo seldur eftir að honum gekk illa að koma sér fyrir hjá félaginu.

„Ég gerði greinilega mistök þegar ég keypti hann og svo gerði ég aftur mistök þegar ég seldi hann," sagði Berlusconi og hló. „En svona er þetta. Þetta gerðist líka í tilfelli Yoann Gourcuff."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×