Birgitta: Blaut tuska framan í almenning Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2009 14:58 Birgitta Jónsdóttir gerir athugasemd við aðkomu Björgólfs Thors að uppbyggingu gagnavers. Mynd/ Anton. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Reykjanesi sem lagt var fram á þingi í fyrradag. Björgólfur er hluthafi í Verne Holding sem hyggst reisa gagnaverið. „Þetta er náttúrlega líka blaut tuska framan í almenning og okkur sem erum að berjast gegn því að Icesave sé samþykkt í þeirri mynd sem það er. Við vitum hver er ábyrgur fyrir því að hafa sett þessa Icesave reikninga af stað. Við vitum hver ber ábyrgð á hruninu. Þó að réttarkerfið sé ekki búið að ná í skottið á þeim þá er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Það er bara það sem ég fann hjá sjálfri mér, ég átti bara ekki til orð þegar að ég sá þetta," segir Birgitta. Birgitta segir að það þurfi að skoða mjög vel eignarhald á öllum fyrirtækjum. Mikill áhugi sé fyrir fjárfestingum í gagnaverum og það sé ástæðulaust að taka fyrsta tilboði um fjárfestingar. „Ef það er eitthvað sem við eigum að læra af fortíðinni þá er það að við eigum ekki að afhenda svona tilboð á slilfurfati nema það liggi ljóst fyrir hvert eignarhaldið er," segir Birgitta. Hún segir að þarna sé um að ræða miklar skattaívilnanir og orkan sé ekki takmarkalaus á Íslandi. Þá sé það mjög umdeilt á Íslandi hvernig eigi að nýta orkuna. Sjálf segist Birgitta þó styðja gagnaver, sérstaklega ef þau skapi mörg störf. Loks segir Birgitta að sér finnist vanta siðferðireglur í viðskiptaheiminn. Slíkar reglur þurfi að setja því margir telji að það hafi orðið siðferðirof. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Reykjanesi sem lagt var fram á þingi í fyrradag. Björgólfur er hluthafi í Verne Holding sem hyggst reisa gagnaverið. „Þetta er náttúrlega líka blaut tuska framan í almenning og okkur sem erum að berjast gegn því að Icesave sé samþykkt í þeirri mynd sem það er. Við vitum hver er ábyrgur fyrir því að hafa sett þessa Icesave reikninga af stað. Við vitum hver ber ábyrgð á hruninu. Þó að réttarkerfið sé ekki búið að ná í skottið á þeim þá er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Það er bara það sem ég fann hjá sjálfri mér, ég átti bara ekki til orð þegar að ég sá þetta," segir Birgitta. Birgitta segir að það þurfi að skoða mjög vel eignarhald á öllum fyrirtækjum. Mikill áhugi sé fyrir fjárfestingum í gagnaverum og það sé ástæðulaust að taka fyrsta tilboði um fjárfestingar. „Ef það er eitthvað sem við eigum að læra af fortíðinni þá er það að við eigum ekki að afhenda svona tilboð á slilfurfati nema það liggi ljóst fyrir hvert eignarhaldið er," segir Birgitta. Hún segir að þarna sé um að ræða miklar skattaívilnanir og orkan sé ekki takmarkalaus á Íslandi. Þá sé það mjög umdeilt á Íslandi hvernig eigi að nýta orkuna. Sjálf segist Birgitta þó styðja gagnaver, sérstaklega ef þau skapi mörg störf. Loks segir Birgitta að sér finnist vanta siðferðireglur í viðskiptaheiminn. Slíkar reglur þurfi að setja því margir telji að það hafi orðið siðferðirof.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira