Birgitta: Blaut tuska framan í almenning Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2009 14:58 Birgitta Jónsdóttir gerir athugasemd við aðkomu Björgólfs Thors að uppbyggingu gagnavers. Mynd/ Anton. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Reykjanesi sem lagt var fram á þingi í fyrradag. Björgólfur er hluthafi í Verne Holding sem hyggst reisa gagnaverið. „Þetta er náttúrlega líka blaut tuska framan í almenning og okkur sem erum að berjast gegn því að Icesave sé samþykkt í þeirri mynd sem það er. Við vitum hver er ábyrgur fyrir því að hafa sett þessa Icesave reikninga af stað. Við vitum hver ber ábyrgð á hruninu. Þó að réttarkerfið sé ekki búið að ná í skottið á þeim þá er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Það er bara það sem ég fann hjá sjálfri mér, ég átti bara ekki til orð þegar að ég sá þetta," segir Birgitta. Birgitta segir að það þurfi að skoða mjög vel eignarhald á öllum fyrirtækjum. Mikill áhugi sé fyrir fjárfestingum í gagnaverum og það sé ástæðulaust að taka fyrsta tilboði um fjárfestingar. „Ef það er eitthvað sem við eigum að læra af fortíðinni þá er það að við eigum ekki að afhenda svona tilboð á slilfurfati nema það liggi ljóst fyrir hvert eignarhaldið er," segir Birgitta. Hún segir að þarna sé um að ræða miklar skattaívilnanir og orkan sé ekki takmarkalaus á Íslandi. Þá sé það mjög umdeilt á Íslandi hvernig eigi að nýta orkuna. Sjálf segist Birgitta þó styðja gagnaver, sérstaklega ef þau skapi mörg störf. Loks segir Birgitta að sér finnist vanta siðferðireglur í viðskiptaheiminn. Slíkar reglur þurfi að setja því margir telji að það hafi orðið siðferðirof. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Reykjanesi sem lagt var fram á þingi í fyrradag. Björgólfur er hluthafi í Verne Holding sem hyggst reisa gagnaverið. „Þetta er náttúrlega líka blaut tuska framan í almenning og okkur sem erum að berjast gegn því að Icesave sé samþykkt í þeirri mynd sem það er. Við vitum hver er ábyrgur fyrir því að hafa sett þessa Icesave reikninga af stað. Við vitum hver ber ábyrgð á hruninu. Þó að réttarkerfið sé ekki búið að ná í skottið á þeim þá er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Það er bara það sem ég fann hjá sjálfri mér, ég átti bara ekki til orð þegar að ég sá þetta," segir Birgitta. Birgitta segir að það þurfi að skoða mjög vel eignarhald á öllum fyrirtækjum. Mikill áhugi sé fyrir fjárfestingum í gagnaverum og það sé ástæðulaust að taka fyrsta tilboði um fjárfestingar. „Ef það er eitthvað sem við eigum að læra af fortíðinni þá er það að við eigum ekki að afhenda svona tilboð á slilfurfati nema það liggi ljóst fyrir hvert eignarhaldið er," segir Birgitta. Hún segir að þarna sé um að ræða miklar skattaívilnanir og orkan sé ekki takmarkalaus á Íslandi. Þá sé það mjög umdeilt á Íslandi hvernig eigi að nýta orkuna. Sjálf segist Birgitta þó styðja gagnaver, sérstaklega ef þau skapi mörg störf. Loks segir Birgitta að sér finnist vanta siðferðireglur í viðskiptaheiminn. Slíkar reglur þurfi að setja því margir telji að það hafi orðið siðferðirof.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira