Gylfi svarar enn fyrir sig 26. mars 2009 15:09 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að enginn starfsmaður ASÍ hefur óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor," segir Gylfi. „Ljóst var að fram til þess að Vigdís Hauksdóttir tók að sér að leiða framboðslista Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður þann 7. mars s.l. var Magnús M. Norðdahl eini starfsmaðurinn sem hafði gefið kost á sér í prófkjöri. Hann sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti." Gylfi segir rétt að taka fram að endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur enn ekki verið ákveðinn en fimm efstu sætin eru bindandi. „Ásakanir um að starfsmönnum á skrifstofu ASÍ sé mismunað á grundvelli pólitískra skoðana eru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ég harma að Vigdís hafi valið þessa leið til að vekja á sér athygli í aðdragandi kosninganna. Ég vísa því jafnframt alfarið á bug að nornaveiðar eða pólitískar ofsóknir eigi sér stað. Ef mér sem forseta eða samtökunum í heild væri í nöp við Framsóknarflokkinn hefðum við tæplega sett okkur í samband við Vigdísi af eigin frumkvæði s.l. haust og boðið henni starf sem lögfræðingur án þess að auglýsa starfið sérstaklega. Hvað þá að við hefðum samþykkt setu hennar í miðstjórn flokksins og í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum hans." Gylfi segir að þvert á móti hafi henni verið talið það til tekna að hafa reynslu af félagslegu og pólitísku starfi. Það hafi enda sýnt sig strax í starfi hennar þá fimm mánuði sem hún vann hjá ASÍ, að það hafi verið rétt mat. „Ég tel að ég hafi lagt mig fram um að auðvelda Vigdísi að takast á við þá áskorun og það traust sem félagar hennar í Framsóknarflokknum sýndu henni. Við gerðum henni kleift að ganga frá öllum verkefnum og skyldum sem voru á hennar borði, eftir að hafa verið í þriggja vikna námsleyfi að mestum hluta á launum, til að hún gæti hindrunarlaust tekist á við þessa áskorun. Við vorum tilbúin til að halda málum opnum fyrir hana fram yfir kosningar, ef svo illa færi að henni tækist ekki ætlunarverk sitt að komast á þing. Þetta kom hins vegar einfaldlega aldrei til tals milli okkar, hvorki af hennar frumkvæði né mínu." Gylfi segist ennfremur ekki kannast við að hafa verið beðinn um launalaust leyfi og segir hann fullyrðingar um slíkt rangar. „Enn og aftur þá harma ég þessi málalok, en vil engu að síður óska Vigdísi velgengni í því erfiða verkefni sem hún hefur tekið að sér fyrir Framsóknarflokkinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ að lokum. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að enginn starfsmaður ASÍ hefur óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor," segir Gylfi. „Ljóst var að fram til þess að Vigdís Hauksdóttir tók að sér að leiða framboðslista Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður þann 7. mars s.l. var Magnús M. Norðdahl eini starfsmaðurinn sem hafði gefið kost á sér í prófkjöri. Hann sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti." Gylfi segir rétt að taka fram að endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur enn ekki verið ákveðinn en fimm efstu sætin eru bindandi. „Ásakanir um að starfsmönnum á skrifstofu ASÍ sé mismunað á grundvelli pólitískra skoðana eru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ég harma að Vigdís hafi valið þessa leið til að vekja á sér athygli í aðdragandi kosninganna. Ég vísa því jafnframt alfarið á bug að nornaveiðar eða pólitískar ofsóknir eigi sér stað. Ef mér sem forseta eða samtökunum í heild væri í nöp við Framsóknarflokkinn hefðum við tæplega sett okkur í samband við Vigdísi af eigin frumkvæði s.l. haust og boðið henni starf sem lögfræðingur án þess að auglýsa starfið sérstaklega. Hvað þá að við hefðum samþykkt setu hennar í miðstjórn flokksins og í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum hans." Gylfi segir að þvert á móti hafi henni verið talið það til tekna að hafa reynslu af félagslegu og pólitísku starfi. Það hafi enda sýnt sig strax í starfi hennar þá fimm mánuði sem hún vann hjá ASÍ, að það hafi verið rétt mat. „Ég tel að ég hafi lagt mig fram um að auðvelda Vigdísi að takast á við þá áskorun og það traust sem félagar hennar í Framsóknarflokknum sýndu henni. Við gerðum henni kleift að ganga frá öllum verkefnum og skyldum sem voru á hennar borði, eftir að hafa verið í þriggja vikna námsleyfi að mestum hluta á launum, til að hún gæti hindrunarlaust tekist á við þessa áskorun. Við vorum tilbúin til að halda málum opnum fyrir hana fram yfir kosningar, ef svo illa færi að henni tækist ekki ætlunarverk sitt að komast á þing. Þetta kom hins vegar einfaldlega aldrei til tals milli okkar, hvorki af hennar frumkvæði né mínu." Gylfi segist ennfremur ekki kannast við að hafa verið beðinn um launalaust leyfi og segir hann fullyrðingar um slíkt rangar. „Enn og aftur þá harma ég þessi málalok, en vil engu að síður óska Vigdísi velgengni í því erfiða verkefni sem hún hefur tekið að sér fyrir Framsóknarflokkinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ að lokum.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira