Enski boltinn

Boro hafnaði boði Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary O'Neil fagnar marki í leik með Boro.
Gary O'Neil fagnar marki í leik með Boro. Nordic Photos / Getty Images
Middlesbrough hafnaði tilboði Portsmouth í Gary O'Neil eftir því sem síðarnefnda félagið greindi frá í dag.

Tilboð Portsmouth var upp á 4,5 milljónir punda en O'Neil er uppalinn leikmaður félagsins. Hann fór til Boro í ágúst árið 2007 eftir að hafa leikið meira en 200 leiki með Portsmouth.

Boro hefur einnig hafnað tilboði Tottenham í Stewart Downing.

„Okkur fannst þetta vera gott tilboð í Gary en því miður var því hafnað. Við munum ekki hækka boðið okkar," sagði Peter Storrie, framkvæmdarstjóri Portsmouth, við heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×