Enski boltinn

Lampard: Chelsea er með bestu framherjana í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Drogba og Anelka fagna marki Chelsea í vetur.
Drogba og Anelka fagna marki Chelsea í vetur. Mynd/AFP

Frank Lampard, enski landsliðsmiðjumaðurinn hjá toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er ánægður með sóknarmennina sína hjá Chelsea, þá Didier Drogba og Nicolas Anelka. Þeir Drogba og Anelka hafa skorað saman 20 mörk í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni.

„Didier er sterkur og mjög fjölhæfur. Þegar hann spilar eins og getur best þá á enginn möguleika í hann," segir Lampard um Fílabeinsstrandarmanninn Didier Drogba sem er annar markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar með 11 mörk í 16 leikjum.

„Ég vil líka tala um Nicolas Anelka því hann er þarna uppi með honum. Við erum með bestu framherjana í heimi. Þeirra skipulag er alveg á hreinu og þeir ná frábærlega saman," segir Lampard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×