Enski boltinn

Roy Hodgson: Getum nýtt okkur veikleika United-varnarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Fulham.
Roy Hodgson, stjóri Fulham. Mynd/AFP

Roy Hodgson, stjóri Fulham, segir sitt lið ætla að nýta sér veikleika Manchester United varnarinnar þegar meistararnir koma í heimsókn á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Manchester United verður enn á ný án sterkra varnarmanna í leiknum en Gary Neville, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Wes Brown, John O'Shea og Jonny Evans eru allir fjarri góðu gamni í þessum leik.

„Þeir eru veikari en þeir voru í fyrra því þeir hafa ekki Neville, Ferdinand og Vidic. Ennfremur getur Sir Alex ekki leyst fjarveru þeirra með því að nota menn eins og Brown, O'Shea og Jonny Evans sem koma vanalega inn í vörnina þeirra. Þetta er augljós veikleiki hjá liðinu," sagði Roy Hodgson sem passaði sig samt á því að tala extra vel um stjórann.

„Sir Alex er hæfileikaríkur stjóri og ég gæti sitið hér og talað um hann í allt kvöld. Ég hef þekkt hann í langan tíma og get ekki annað hrósað honum í hástert," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×