Enski boltinn

Leikmenn Spurs héldu leynilega jólagleði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar að refsa þeim leikmönnum liðsins sem stálust til þess að halda leynilega jólagleði grimmilega fyrir athæfið.

Redknapp er á móti jólateitum enda hafa þau ósjaldan endað í tómu rugli hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni. Redknapp bannaði því slíka gleði í ár.

Hann komst svo nýlega að því að flestir leikmenn liðsins hefðu stolist til Dublin einum fjórum dögum fyrir leikinn gegn Wolves til þess að detta í það.

„Það verður tekið á þessu máli innan félagsins um leið og leikurinn gegn Blackburn er búinn. Þið megið trúa mér að það verður tekið fast á þessu máli," sagði Redknapp.

„Ég vissi ekkert af þessari ferð en því miður gerast svona hlutir. Þessi teiti fara nú venjulega úr böndunum, það þekkja flest félög. Ég mun refsa mönnum grimmilega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×