Um þrjátíu heimildarmyndir voru sýndar á kvikmyndahátíðinni, bæði örstuttar og í fullri lengd, en á Skjaldborg er lagt upp með að sýna heimildarmyndir sem öðruvísi kæmu ekki fyrir augu almennings.
Myndin Konur á rauðum sokkum eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2009, en í myndinni er saga einnar umdeildustu og litríkustu hreyfingar Íslandssögunnar sögð.



