Enski boltinn

Gary Cahill orðaður við Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cahill í leik með Bolton.
Gary Cahill í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus er sagt mjög áhugasamt um að fá Gary Cahill, leikmann Bolton, í sínar raðir.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag en forráðamenn Juventus eru byrjaðir að huga að því að finna eftirmann Fabio Cannavaro.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun hafa gefið Cahilll sín bestu meðmæli og AC Milan mun einnig fylgjast grannt með gangi mála.

Cahill var seldur til Bolton í janúar í fyrra fyrir fimm milljónir punda frá Aston Villa. Þegar Arsenal sýndi honum áhuga í sumar var Bolton sagt vilja fá 20 milljónir punda fyrir kappann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×