Sumir syrgja á meðan aðrir fagna 25. apríl 2009 05:15 Margir munu líklega sækja kosningavökur í kvöld og nótt. Um fjögurhundruð leigubílar verða á vaktinni. fréttablaðið/e. ól Á kosninganótt má búast við heldur meiri ölvun á landinu en venjulega. Það þýðir þó ekki endilega meiri annir hjá lögreglu. Leigubílstjórar mega búast við nægri vinnu, en flestir kjósendur sækja samkvæmi eða halda sig heima fyrri hluta kvölds. „Oft á tíðum kemur það svo seint og sauðdrukkið til okkar og við strjúkum þeim og annaðhvort fögnum eða syrgjum, eftir því sem við á. Það koma ekki allir glaðir út úr svona kvöldi,“ segir Kormákur Geirharðsson, talsmaður Félags kráareigenda. Hann segir kosningarnar í ár skera sig úr, því hann hafi aldrei heyrt fólk tala jafn mikið um pólitík á barnum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að fyrir síðustu kosningar hafi selst 32 prósent fleiri lítrar en venjulega. Þó beri að taka þeirri tölu varlega, því það kvöld var einnig Eurovision-keppni. „En þetta eru helgar þar sem maður getur átt von á ívið meiri sölu,“ segir hún. Helgi Jónsson á Bifreiðastöð Reykjavíkur segir að framboð leigubíla verði svipað á kosninganótt og venjulega, eitthvað um hundrað bílar hjá þeim og líklega um 250 hjá Hreyfli. Alls verði um fjögur hundruð bílar á vakt í borginni. Geir Jón Þórisson lögreglumaður segir að löggæsla verði hefðbundin. Fleiri verði líklega á ferli, en kosninganætur hafi yfirleitt gengið ljómandi vel. - kóþ Kosningar 2009 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Á kosninganótt má búast við heldur meiri ölvun á landinu en venjulega. Það þýðir þó ekki endilega meiri annir hjá lögreglu. Leigubílstjórar mega búast við nægri vinnu, en flestir kjósendur sækja samkvæmi eða halda sig heima fyrri hluta kvölds. „Oft á tíðum kemur það svo seint og sauðdrukkið til okkar og við strjúkum þeim og annaðhvort fögnum eða syrgjum, eftir því sem við á. Það koma ekki allir glaðir út úr svona kvöldi,“ segir Kormákur Geirharðsson, talsmaður Félags kráareigenda. Hann segir kosningarnar í ár skera sig úr, því hann hafi aldrei heyrt fólk tala jafn mikið um pólitík á barnum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að fyrir síðustu kosningar hafi selst 32 prósent fleiri lítrar en venjulega. Þó beri að taka þeirri tölu varlega, því það kvöld var einnig Eurovision-keppni. „En þetta eru helgar þar sem maður getur átt von á ívið meiri sölu,“ segir hún. Helgi Jónsson á Bifreiðastöð Reykjavíkur segir að framboð leigubíla verði svipað á kosninganótt og venjulega, eitthvað um hundrað bílar hjá þeim og líklega um 250 hjá Hreyfli. Alls verði um fjögur hundruð bílar á vakt í borginni. Geir Jón Þórisson lögreglumaður segir að löggæsla verði hefðbundin. Fleiri verði líklega á ferli, en kosninganætur hafi yfirleitt gengið ljómandi vel. - kóþ
Kosningar 2009 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira