Enski boltinn

Rooney líklega ekki með á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með Manchester United.
Wayne Rooney í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney verður líklega ekki með Manchester United gegn CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Rooney missti af æfingu United í dag en hann og eiginkona hans, Coleen, eiga von á barni. Von var á barninu í heiminn fyrir níu dögum síðan og því líklegt að Rooney hafi fengið frí vegna þessa.

Þeir Nemanja Vidic, Rio Ferdinand og Ryan Giggs misstu einnig allir af æfingunni en þeir voru ekki með United sem vann 2-0 sigur á Blackburn um helgina.

Alex Ferguson, stjóri United, á von á að Vidic muni jafna sig fyrir leik liðsins gegn Chelsea um næstu helgi en var ekki jafn vongóður um þá Giggs og Ferdinand.

Þá var Dimitar Berbatov einnig fjarverandi á æfingunni í dag en Ji-Sung Park gat hins vegar æft en hann er nýbúinn að jafna sig á meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×