Innlent

Davíð og Haraldur verða ritstjórar MBL - Viðskiptablaðið áfram óbreytt

Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen.
Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen.

Rétt í þessu var tilkynnt á fjölmennum starfsmannafundi Árvakurs að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen verða ritstjórar Morgunblaðsins.

Þeir eru ekki staddir á starfsmannafundinum.

Eins og Vísir greindi frá þá mun Viðskiptablaðið starfa áfram í óbreyttri mynd. Ekki er vitað hver tekur við ritstjórn blaðsins.

Fjölda starfsmanna Árvakurs hefur verið sagt upp í dag vegna víðtækra skipulagsbreytinga. Meðal þeirra sem hefur verið sagt upp eru blaðmenn sem hafa áratuga reynslu á Morgunblaðinu.

Stjórn Blaðamannafélags Íslands fundar um málið klukkan sex.

Starfsmannafundur Árvakurs hefst klukkan hálf fimm en þar munu nýir ritstjórar verða kynntir auk frekari skipulagsbreytinga.


Tengdar fréttir

Davíð og Haraldur á stjórnarfundi Árvakurs í gær - uppsagnir hafnar

Samkvæmt heimildum Vísis þá gengu Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen á fund stjórnar Árvakurs í gærdag. Þeir komu um miðbik fundarins. Ekki er ljóst hvað var rætt þar en stjórnarfundur var einnig haldinn á þriðjudaginn. Starfsmannafundur hefur verið boðaður klukkan hálf fimm í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×