Enski boltinn

Fyrsti sigur Villa á United í deildinni síðan 1995

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

Manchester United missti af gullnu tækifæri í dag til þess að komast að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea gerði jafntefli gegn Everton fyrr í dag og United hefði með sigri á Aston Villa í dag orðið jafnt að stigum við Lundúnarliðið.

Það gekk þó ekki eftir því Villa vann sinn fyrsta deildarsigur á United síðan 1995. Liðin höfðu leikið 27 leiki í deildinni síðan þá án þess að Villa næði sigri.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Gabriel Agbonlahor fyrir Villa á 21. mínútu.

Lokatölur 1-0 fyrir Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×