Innlent

Von á Sirtaki til hafnar innan tíðar

MYND/LHG

Gert er ráð fyrir að varðskipið Týr komi að höfn í Eskifirði með meinta fíkniefnasmyglara úr smyglskútunni Sirtaki klukkan átta nú í morgunsárið. Stýrimenn og hásetar af varðskipinu sigla skútunni og varðskipið fylgir eftir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Þrír menn voru handteknir um borð í skútunni, tveir íslendingar og einn Hollendingur. Þeir eru grunaðir um að hafa flutt alls 109 kíló af fíkniefnum til landsins en þrír aðrir menn, allt Íslendingar tóku á móti efnunum í Papey og fluttu til lands. Skútan verður rannsökuð nánar þegar búið verður að koma henni til hafnar.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfn á fiskiskipi hafi gert lögreglu viðvart um ferðir skútunnar á laugardag enda hafi þeim þótt grunsamlegt að sjá skútu á þessum slóðum á þessum árstíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×