Enski boltinn

Hart: Stjórn Portsmouth styður við bakið á mér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Hart.
Paul Hart. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Paul Hart hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi sínu undanfarið og er efstur á lista hjá flestum veðbönkum fyrir að verða fyrsti stjórinn sem verði látinn taka pokann sinn á yfirstandandi tímabili.

Félagið hefur farið afleitlega af stað í deildarkeppninni og tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa en Hart þurfti að horfa á eftir nokkrum af bestu leikmönnum félagsins, Glen Johnson, Sylvain Distin og Peter Crouch, í sumar vegna óvissu ástands varðandi yfirtöku Sulaiman Al Fahim.

Hart ítrekar þó í nýlegu viðtali að hann njóti skilnings frá stjórn Portsmouth og sé því ekki smeykur um að verða rekinn.

„Al Fahim og stjórn Portsmouth hafa tilkynnt mér að ég verði áfram stjóri félagsins og að hann hafi trú á mér. Hann vonast jafnframt til þess að geta staðið undir því að Portsmouth geti styrkt leikmannahóp sinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar," segir Hart í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×