Enski boltinn

Fred mætti ekki til viðræðna við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fred í leik me Lyon.
Fred í leik me Lyon. Nordic Photos / AFP
Brasilíumaðurinn Fred mætti ekki til viðræðna við Harry Redknapp, stjóra Tottenham, eins og hann átti að gera í gær.

Hann mun hafa verið á meðal áhorfenda er Tottenham vann 3-1 sigur á Stoke í gær.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Ég átti að hitta hann í dag en hann mætti ekki. Ég býst því ekki að hann komi á morgun."

Fred verður samningslaus í sumar og býst því Redknapp við því að fá hann fyrir lítið frá Lyon.

Talið er að Tottenham hafi aukinn áhuga á Fred eftir að Kenwyne Jones ákvað að vera um kyrrt í herbúðum Sunderland í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×