Enski boltinn

Anelka vonast til að fá nýjan samning hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka í leik með Chelsea.
Nicolas Anelka í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Nicolas Anelka segir í samtali við enska fjölmiðla í dag að hann sé vongóður um að hann muni fljótlega skrifa undir nýjan og betri samning við Chelsea.

Anelka hefur átt erfitt með að festa sig í sessi á sínum ferli en alls hefur hann spilað með níu félögum á sínum ferli. Hann hefur hins vegar fundið sig mjög vel hjá Chelsea sem er sagt reiðubúið að bjóða honum nýjan samning.

Anelka á eitt og hálft ár eftir af núverandi samningi hjá félaginu en samkvæmt nýja samningnum fengi hann um 120 þúsund pund í vikulaun.

„Síðan ég fór frá Real Madrid hef ég reynt að koma mér að hjá stóru félagi á nýjan leik og það tókst hjá Chelsea. Mér finnst að ég hafi aldrei spilað betur á ferlinum og ég vil halda því áfram hjá Chelsea."

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir einnig að sér hafi komið þægilega á óvart hversu vel Anelka hefur fallið að leikskipulagi sínu.

„Ég hélt alltaf að Anelka væri einstaklingsleikmaður en hann hefur þess í stað spilað mjög vel fyrir liðsheildina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×