Enski boltinn

Mancini: Hvorki heyrt frá Liverpool né Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.

Ítalski þjálfarinn Roberto Mancini hefur verið orðaður við fjölda liða síðustu vikur og er þessa dagana orðaður við bæði Liverpool og Real Madrid.

Störf þeirra Rafa Benitez, stjóra Liverpool, og Manuel Pellegrini, þjálfara Real, eru talin vera í hættu og Mancini þykir líklegur arftaki á báðum stöðum enda er hann atvinnulaus.

„Það er ekkert að gerast í mínum málum. Það eru alltaf vandamál þegar kemur að þjálfurum og félögum. Nöfn þeirra sem eru á lausu verða á vappi í fjölmiðlum. Við sjáum hvað gerist ef ég heyri frá einhverjum en ég hef ekki heyrt í neinum," sagði Mancini sem var látinn fara frá Inter þó svo hann hefði náð góðum árangri þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×