Sigurður Hilmar Ólason er laus úr haldi lögreglu en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 9. júní. Sigurður var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem talið var að alþjóðleg glæpasamtök væru komin með annan fótinn til Íslands. Rannsókn þess teygði anga sína til þrettán landa. Sigurður hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí en var látin laus í dag.
Tveir aðrir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna sama máls.