Samkynhneigður dómari fær rauða spjaldið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2009 13:30 Halil Ibrahim Dincdag er ekki sáttur. Nordic Photos/AFP Fótboltayfirvöld í Tyrklandi eru í kastljósi fjölmiðla þessa dagana eftir að þau ráku dómara sem hafði ekki gert neitt annað af sér en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. Dómarinn sem kom út úr skápnum heitir Halil Ibrahim Dincdag og hann ætlar ekki að láta labba yfir sig á skítugum skónum heldur hefur hann kært knattspyrnusambandið í Tyrklandi fyrir meðferðina. „Þeir héldu að ég væri bara lítill maur sem þeir gætu stigið ofan á. Þeir héldu að ég myndi hlaupa burt og fela mig út í horni. Það kemur ekki til greina. Þeir hafa eyðilagt líf mitt og ég mun berjast við þá alla leið," sagði Dincdag ákveðinn. Hann var ekki bara rekinn sem dómari heldur einnig sem útvarpsmaður. Hinn 33 ára gamli Dincdag hafði dæmt knattspyrnu í Tyrklandi í 13 ár. Mikið fjölmiðlafár varð þegar upp komst um málið í maí og dómarinn neyddist til að flýja til Istanbúl svo fjölskyldan hans myndi ekki verða fyrir frekara ónæði vegna málsins. Á endanum ákvað hann að binda enda á slúðurfréttirnar og mætti í vinsælan íþróttaþátt í sjónvarpi þar sem hann staðfesti að vera samkynhneigður. „Daginn sem fjölmiðlar byrjuðu að skrifa um mig fór ég í dá. Daginn sem ég fór í sjónvarpið dó ég. 33 ár eru horfin úr lífi mínu og ég geri ekkert annað en að endurbyggja líf mitt," sagði Dincdag. Það þótti ákaflega hugað af Dincdag að koma fram í sjónvarpi. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í landinu. Þar þykir ekkert tilttökumál að kalla dómara „helvítis homma" sem dæma illa. „Þeir öskra þetta alltaf úr stúkunni ef þeim mislíkar eitthvað. Nú, hér er ég," sagði Dincdag. Dincdag hefur fengið mikinn stuðning í málinu víða í Tyrklandi. Gamaldags viðhorf eru þó ekki horfin líkt og hjá vinsælasta knattspyrnulýsara landsins, Erman Toroglo, sem vill ekki að Dincdag fái að dæma á nýjan leik. „Ég held að samkynhneigðir dómarar hafi tilhneigingu til þess að gefa myndarlegum knattspyrnumönnum vítaspyrnur," sagði Toroglo en þessi ummæli fóru ekki vel í Dincdag. „Ræðst Toroglo á allar sætar stelpur sem hann mætir út á götu?" Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Fótboltayfirvöld í Tyrklandi eru í kastljósi fjölmiðla þessa dagana eftir að þau ráku dómara sem hafði ekki gert neitt annað af sér en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. Dómarinn sem kom út úr skápnum heitir Halil Ibrahim Dincdag og hann ætlar ekki að láta labba yfir sig á skítugum skónum heldur hefur hann kært knattspyrnusambandið í Tyrklandi fyrir meðferðina. „Þeir héldu að ég væri bara lítill maur sem þeir gætu stigið ofan á. Þeir héldu að ég myndi hlaupa burt og fela mig út í horni. Það kemur ekki til greina. Þeir hafa eyðilagt líf mitt og ég mun berjast við þá alla leið," sagði Dincdag ákveðinn. Hann var ekki bara rekinn sem dómari heldur einnig sem útvarpsmaður. Hinn 33 ára gamli Dincdag hafði dæmt knattspyrnu í Tyrklandi í 13 ár. Mikið fjölmiðlafár varð þegar upp komst um málið í maí og dómarinn neyddist til að flýja til Istanbúl svo fjölskyldan hans myndi ekki verða fyrir frekara ónæði vegna málsins. Á endanum ákvað hann að binda enda á slúðurfréttirnar og mætti í vinsælan íþróttaþátt í sjónvarpi þar sem hann staðfesti að vera samkynhneigður. „Daginn sem fjölmiðlar byrjuðu að skrifa um mig fór ég í dá. Daginn sem ég fór í sjónvarpið dó ég. 33 ár eru horfin úr lífi mínu og ég geri ekkert annað en að endurbyggja líf mitt," sagði Dincdag. Það þótti ákaflega hugað af Dincdag að koma fram í sjónvarpi. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í landinu. Þar þykir ekkert tilttökumál að kalla dómara „helvítis homma" sem dæma illa. „Þeir öskra þetta alltaf úr stúkunni ef þeim mislíkar eitthvað. Nú, hér er ég," sagði Dincdag. Dincdag hefur fengið mikinn stuðning í málinu víða í Tyrklandi. Gamaldags viðhorf eru þó ekki horfin líkt og hjá vinsælasta knattspyrnulýsara landsins, Erman Toroglo, sem vill ekki að Dincdag fái að dæma á nýjan leik. „Ég held að samkynhneigðir dómarar hafi tilhneigingu til þess að gefa myndarlegum knattspyrnumönnum vítaspyrnur," sagði Toroglo en þessi ummæli fóru ekki vel í Dincdag. „Ræðst Toroglo á allar sætar stelpur sem hann mætir út á götu?"
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira