Samkynhneigður dómari fær rauða spjaldið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2009 13:30 Halil Ibrahim Dincdag er ekki sáttur. Nordic Photos/AFP Fótboltayfirvöld í Tyrklandi eru í kastljósi fjölmiðla þessa dagana eftir að þau ráku dómara sem hafði ekki gert neitt annað af sér en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. Dómarinn sem kom út úr skápnum heitir Halil Ibrahim Dincdag og hann ætlar ekki að láta labba yfir sig á skítugum skónum heldur hefur hann kært knattspyrnusambandið í Tyrklandi fyrir meðferðina. „Þeir héldu að ég væri bara lítill maur sem þeir gætu stigið ofan á. Þeir héldu að ég myndi hlaupa burt og fela mig út í horni. Það kemur ekki til greina. Þeir hafa eyðilagt líf mitt og ég mun berjast við þá alla leið," sagði Dincdag ákveðinn. Hann var ekki bara rekinn sem dómari heldur einnig sem útvarpsmaður. Hinn 33 ára gamli Dincdag hafði dæmt knattspyrnu í Tyrklandi í 13 ár. Mikið fjölmiðlafár varð þegar upp komst um málið í maí og dómarinn neyddist til að flýja til Istanbúl svo fjölskyldan hans myndi ekki verða fyrir frekara ónæði vegna málsins. Á endanum ákvað hann að binda enda á slúðurfréttirnar og mætti í vinsælan íþróttaþátt í sjónvarpi þar sem hann staðfesti að vera samkynhneigður. „Daginn sem fjölmiðlar byrjuðu að skrifa um mig fór ég í dá. Daginn sem ég fór í sjónvarpið dó ég. 33 ár eru horfin úr lífi mínu og ég geri ekkert annað en að endurbyggja líf mitt," sagði Dincdag. Það þótti ákaflega hugað af Dincdag að koma fram í sjónvarpi. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í landinu. Þar þykir ekkert tilttökumál að kalla dómara „helvítis homma" sem dæma illa. „Þeir öskra þetta alltaf úr stúkunni ef þeim mislíkar eitthvað. Nú, hér er ég," sagði Dincdag. Dincdag hefur fengið mikinn stuðning í málinu víða í Tyrklandi. Gamaldags viðhorf eru þó ekki horfin líkt og hjá vinsælasta knattspyrnulýsara landsins, Erman Toroglo, sem vill ekki að Dincdag fái að dæma á nýjan leik. „Ég held að samkynhneigðir dómarar hafi tilhneigingu til þess að gefa myndarlegum knattspyrnumönnum vítaspyrnur," sagði Toroglo en þessi ummæli fóru ekki vel í Dincdag. „Ræðst Toroglo á allar sætar stelpur sem hann mætir út á götu?" Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Fótboltayfirvöld í Tyrklandi eru í kastljósi fjölmiðla þessa dagana eftir að þau ráku dómara sem hafði ekki gert neitt annað af sér en viðurkennt að hann væri samkynhneigður. Dómarinn sem kom út úr skápnum heitir Halil Ibrahim Dincdag og hann ætlar ekki að láta labba yfir sig á skítugum skónum heldur hefur hann kært knattspyrnusambandið í Tyrklandi fyrir meðferðina. „Þeir héldu að ég væri bara lítill maur sem þeir gætu stigið ofan á. Þeir héldu að ég myndi hlaupa burt og fela mig út í horni. Það kemur ekki til greina. Þeir hafa eyðilagt líf mitt og ég mun berjast við þá alla leið," sagði Dincdag ákveðinn. Hann var ekki bara rekinn sem dómari heldur einnig sem útvarpsmaður. Hinn 33 ára gamli Dincdag hafði dæmt knattspyrnu í Tyrklandi í 13 ár. Mikið fjölmiðlafár varð þegar upp komst um málið í maí og dómarinn neyddist til að flýja til Istanbúl svo fjölskyldan hans myndi ekki verða fyrir frekara ónæði vegna málsins. Á endanum ákvað hann að binda enda á slúðurfréttirnar og mætti í vinsælan íþróttaþátt í sjónvarpi þar sem hann staðfesti að vera samkynhneigður. „Daginn sem fjölmiðlar byrjuðu að skrifa um mig fór ég í dá. Daginn sem ég fór í sjónvarpið dó ég. 33 ár eru horfin úr lífi mínu og ég geri ekkert annað en að endurbyggja líf mitt," sagði Dincdag. Það þótti ákaflega hugað af Dincdag að koma fram í sjónvarpi. Samkynhneigð er ekki ólögleg í Tyrklandi en miklir fordómar eru í garð samkynhneigðra í landinu. Þar þykir ekkert tilttökumál að kalla dómara „helvítis homma" sem dæma illa. „Þeir öskra þetta alltaf úr stúkunni ef þeim mislíkar eitthvað. Nú, hér er ég," sagði Dincdag. Dincdag hefur fengið mikinn stuðning í málinu víða í Tyrklandi. Gamaldags viðhorf eru þó ekki horfin líkt og hjá vinsælasta knattspyrnulýsara landsins, Erman Toroglo, sem vill ekki að Dincdag fái að dæma á nýjan leik. „Ég held að samkynhneigðir dómarar hafi tilhneigingu til þess að gefa myndarlegum knattspyrnumönnum vítaspyrnur," sagði Toroglo en þessi ummæli fóru ekki vel í Dincdag. „Ræðst Toroglo á allar sætar stelpur sem hann mætir út á götu?"
Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira