Enski boltinn

Ireland staðráðinn að ná „derby-leiknum“ við United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stephen Ireland í baráttunni í leik gegn United.
Stephen Ireland í baráttunni í leik gegn United. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Stephen Ireland ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vera klár fyrir borgarslaginn í Manchester á milli City og United.'

Ireland meiddist í 4-2 sigrinum gegn Arsenal um síðustu helgi en vonast engu að síður til þess að vera klár fyrir næstu helgi.

„Ég get ekki beðið eftir leiknum við United og ég er sannfærður um að ég láti ekki þessi meiðsli koma í veg fyrir að ég spili leikinn. Mér leist ekki á blikuna í fyrstu en um leið og við náðum stigunum þremur í hús gegn Arsenal þá leið mér betur. „Derby-leikirnir" eru alltaf skemmtilegir og ég held að þessi sé sá stærsti í langan tíma og ég ætla því ekki að missa af honum," segir Ireland í samtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×