Enski boltinn

Nýjar reglur um uppalda leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Richard Scudamore.
Richard Scudamore. Nordic Photos / Getty Images

Enska úrvalsdeildin hefur kynnt nýjar reglur sem kveða á að félög verði að vera með ákveðinn fjölda uppalda leikmanna í sínum leikmannahópi.

Reglurnar taka gildi frá og með næsta keppnistímabili. Félögin verða þá í lok hvers félagaskiptaglugga að skila inn lista með 25 leikmönnum. Þar af verða átta að vera uppaldir hjá enskum og/eða velskum félögum.

Undir þá skilgreiningu falla þeir sem hafa verið í minnst þrjú tímabil í Englandi eða Wales frá aldrinum 16-21 árs.

Félögum er heimilt að bæta fleiri leikmönnum við þennan lista en þeir mega þá ekki vera eldri en 21 árs.

Richard Scudamore, framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir reglurnar hannaðar með það í huga að gera það góðan kost að sinna unglingastarfi félaga og kaupa unga leikmenn í heimalandi sínu frekar frá öðrum löndum.

Scudamore kynnti einnig nýjar reglur um fjármál og rekstur félaga í ensku úrvalsdeildinni en þær taka strax gildi. Félög verða til að mynda skila inn ársreikningum fyrir 1. mars ár hvert og sýna að félagið geti staðið í skilum við sínar skuldbindingar.

Ef félög fara ekki eftir þessum reglum er hægt að banna þeim að kaupa nýja leikmenn til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×