Enski boltinn

Óvíst hvort Ferdinand verði klár í slaginn gegn City

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur staðfest að enn sé mikil óvissa varðandi meiðsli varnarmannsins Rio Ferdinand sem lék ekki með liðinu í 0-1 sigrinum gegn Besiktas í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Ferdinand lék með United í 1-3 sigrinum gegn Tottenham um síðustu helgi eftir að hafa jafnað sig á kálfameiðslum en fann svo til í náranum eftir leikinn og var af þeim sökum ekki einu sinni í leikmannahópi United í gærkvöldi.

„Ferdinand var eitthvað að kvarta yfir náranum eftir leikinn gegn Tottenham og það var því ekki þess virði að taka áhættuna á að láta hann spila. Hann var ekki einu sinni í standi til þess að vera á varamannabekknum þannig að við verðum að sjá til með næstu helgi og leikinn gegn Manchester City. Hann fær alla vikuna til þess að jafna sig," sagði Ferguson í leikslok í gærkvöldi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×